Neyðarkall árs­ins er drónakall

Lands­söfn­un björg­un­ar­sveita Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar, Neyðarkall björg­un­ar­sveit­anna, hefst í dag og stend­ur yfir til 3. nóv­em­ber. Næstu daga mun björg­un­ar­sveita­fólk standa vakt­ina á fjöl­förn­um stöðum og ganga í hús og selja Neyðarkall­inn, sem í ár er björg­un­ar­sveit­armaður með dróna.
Hagnaður af sölu Neyðarkalls­ins renn­ur beint til björg­un­ar­sveita og verður notaður til að efla búnað og styrkja þjálf­un björg­un­ar­sveit­ar­manna lands­ins, en rekst­ur björg­un­ar­sveit­anna er dýr þrátt fyr­ir að all­ir björg­un­ar­sveita­menn séu sjálf­boðaliðar.
Við von­um að lands­menn taki meðlim­um björg­un­ar­sveit­anna opn­um örm­um og styðji þannig við bakið á fórn­fúsu starfi þeirra þúsunda björg­un­ar­sveit­ar­manna sem eru til taks all­an árs­ins hring þegar sam­borg­ar­ar þeirra þurfa á aðstoð að halda,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Lands­björg.

DEILA