Bolungarvík- Afli síðustu viku

Bolungarvíkurhöfn.

Í síðustu viku lönduðu 11 bátar samtals rúmlega 100 tonnum af bolfiski í Bolungarvík. Nær eingöngu var um að ræða línu og dragnótaveiði. Aflinn fékkst í einni til fjórum veiðiferðum.

Aflahæstur var Otur II ÍS 173 með 22,166 kg,
Annars var afli bátanna eftirfarandi:

Einar Hálfdáns 16,774 kg
Guðmundur Einarsson 12,777 kg
Saxhamar 12,319 kg
Fríða Dagmar 9,639 kg
Finnbjörn 6,795 kg
Jónína Brynja 8,922
Þorlákur 7,113 kg
Ásdís 3,721 kg
Páll Helgi 1,181 kg
Hjörtur Stapi 197 kg

DEILA