Afli það sem af er október.

Smábátar í Bolungavíkurhöfn.

Samtals var landað 2327 tonnum af fiski á Vestfjörðum fyrstu 20 daga októbermánaðar.
Eftir höfnum skiptist aflinn þannig.
Patreksfjörður 290 tonn
Bíldudalur 21 tonn
Þingeyri 128 tonn
Flateyri 15 tonn
Suðureyri 98 tonn
Bolungarvík 687 tonn
Ísafjörður 925 tonn
Súðavík 2 tonn
Drangsnes 93 tonn
Hólmavík 68 tonn

Af þessum afla var mest af þorski eða 1370 tonn, 421 tonn af ýsu, 238 tonn af ufsa og 117 tonn af skarkola.

DEILA