Afli síðustu viku á Ísafirði og Patreksfirði

Í síðustu viku landaði Páll Pálsson 126 tonnum og Stefnir tæplega 54 tonnum á Ísafirði. Uppistaðan í afla beggja var þorskur. Þá landaði Sveinbjörn Hjálmarsson 109 kg af hörpudiski á Ísafirði.

Á Patreksfirði var í síðustu viku landað tæplega 70 tonnum.
Vestri var með 18,785 kg í botnvörpu.
Fimm línubátar lönduðu á Patreksfirði Patrekur var með 22,243 kg, Núpur 21,240 kg, Agnar með 3.907 kg, Fönix 2272 kg og Sindri með 429 kg.

DEILA