Sjálfsbjörg í Bolungarvík 60 ára

Kristján Karl Júlíusson formaður Sjálfsbjargar í Bolungarvík og kona hans Lucyna Gnap.

Sjálfsbjörg í Bolungarvík heldur upp á 60 ára afmæli næstkomandi laugardag 7. september kl. 13-17 í Félagsheimilinu í Bolungarvík, en stofndagur félagsins var 5. september 1959. Af því tilefni er öllum velunnurum félagsins boðið í afmælisveislu þar sem auk ljúffengra veitinga verða ýmsar uppákomur. Allar gjafir eru afþakkaðar á þessum hátíðardegi.

Formaður Sjálfsbjargar er Kristján Karl Júlíusson.

Myndin er af Birnu Hjaltalin Pálsdóttur stofnfélaga, Ólafía Ósk Runólfsdóttir fyrrverandi formaður og formaður lsh. Bergur Þorri Benjaminsson.

 

DEILA