Réttardagar og vöfflusala

Um komandi helgi og þá næstu er víða réttað á Vestfjörðum. Þannig er réttað í Melarétt í Árneshreppi á morgun laugardag og á 5 stöðum í Reykhólahreppi um helgina. Í Bolungarvík er réttað í Syðridalsrétt og í Minni-Hlíð á morgun laugardag. Í Minni-Hlíð í Bolungarvík er Kvenfélagið Brautin með súkkulaði og rjómavöfflur til sölu í fjárhúsunum fínu sem þar eru.

DEILA