Píratar í Simbahöllinni

Píratarnir Halldóra Mogensen og Björn Leví Gunnarsson halda fund í Simbahöllinni á Þingeyri í kvöld miðvikudag kl. 20.
Fundarefnið er ekki fastmótað, en ætlunin er að ræða um framtíðina, umhverfis- og loftslagsmálum og hvernig Vestfirðir framtíðarinnar munu koma til með að vera.

Ákveðið var að halda fundinn á Þingeyri með frekar skömmum fyrirvara, en þar réð úrslitum að sumarskóli Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna fer fram í sömu viku. Sumarskólinn er mjög spennandi verkefni sem tekur á nokkrum af stóru álitaefnum framtíðarinnar, umhverfismálum og matvælaframleiðslu. Bæði Halldóra og Björn Leví munu svo taka þátt í opinni vinnustofu sumarskólans á fimmtudaginn í Blábankanum.
Píratar eru fullvissir um að lýðræðisleg þátttaka og ákvarðanataka í nærumhverfi sé lykillinn að framtíð Þingeyrar, Vestfjarða og landsins alls.

DEILA