Konur ráðandi í Reykhólahreppi

Á reglulegum fundi sveitarstjórnar Reyhólahrepps, 10. þ.m. var sveitarstjórn eingöngu skipuð konum.
3 konur eru aðalmenn í sveitarstjórn, þær Árný Huld Haraldsdóttir, Embla Dögg Bachmann og Jóhanna Ösp Einarsdóttir, og á þennan fund mættu í forföllum karlanna, Rebekka Eiríksdóttir og Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir varamenn.

Sennilega er þetta í fyrsta sinn sem konur sitja fullskipaðan sveitarstjórnarfund hér í sveit.
Til gamans má geta þess að meirihluti forsvarsmanna fyrirtækja og stofnana í hreppnum eru konur.

Og úr því verið er að fjalla um konur í stjórnum og embættum, þá hafa síðustu 14 ár konur gegnt prestsþjónustu í Reykhólaprestakalli. Það eru Sjöfn Mueller Þór, Elína Hrund Kristjánsdóttir, Hildur Björk Hörpudóttir, Sigríður Óladóttir og Anna Eiríksdóttir.

DEILA