Hringvegur 2

Hringvegur 2 sem sagt er frá í fréttinni.

Undanfarið hefur verið í gangi verkefni hjá Vestfjarðastofu sem ber vinnuheitið Hringvegur 2.
Ferðaþjónustan á Vestfjörðum hefur talað fyrir því að Vestfjarðahringurinn sem verður til við gerð Dýrafjarðarganga og veg yfir Dynjandisheiði verði skilgreindur sem Hringvegur 2. Með þróun á Vestfjarðahringsins er verið að skapa nýtt aðdráttarafl fyrir Vestfirði og Ísland sem byggir á upplifun og afþreyingu.

Vestfjarðastofa hefur umsjón með verkefninu og hefur ráðið til sín breska ráðgjafafyrirtækið Blue Sail sem hefur komið að á ýmsum ferðamannaleiðum meðal annars Arctic Coast Way á Norðurlandi og Wild Atlantic Way á Írlandi.

Nú í september voru haldnar þrjár vinnustofur með hagsmunaaðilum, voru þær haldnar á Ísafirði, Patreksfirði og í Dölunum. Voru fundargestir þar látnir skilgreina helsta aðdráttarafl og upplifanir sem fylgja Vestfjarðahringnum. Mikið var rætt um helstu náttúruperlur Vestfjarða og þá afþreyingarmöguleika sem eru fyrir hendi.

Næstu skref verkefnisins verða að vinna úr þeim miklu upplýsingum sem komu fram á vinnustofunum og halda áfram að skilgreina einstaka upplifun þessarar ferðamannaleiðar.

DEILA