Hörður – Handbolti 2 deild

Hörður tekur í vetur þátt í 2 deild í handbolta ásamt 9 öðrum liðum sem mörg hver eru unglingalið efstu deildar.
Hörður byrjar 100 ára afmælisárið á leik gegn Fram U. Heimamenn hafa æft stíft og ætla sér langt í 2. deildinni í vetur.
Leikurinn byrjar kl. 16:00 á laugardag í íþróttahúsinu Torfnesi.
Í hálfleik verður sýningarleikur hjá 6. flokkur pilta og eftir leik bjóðum við upp á kaffi og köku í tilefni afmælisins.
Frítt er á leikinn og hvetjum við Ísfirðinga og nær sveitunga að kíkja við og styðja við bakið á ungu og efnilegu liði Harðar

DEILA