Haustverkin í garðinum

Í tilefni af 20 ára afmæli Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða býður miðstöðin upp á fría örfyrirlestra nú á haustönn, einn í hverjum mánuði. Fyrsta erindið verður mánudaginn 16. september kl. 16:30-17:30. Þar ætlar Matthildur Ásta Hauksdóttir garðyrkjufræðingur að fjalla um haustverkin í garðinum og svara fyrirspurnum frá þátttakendum.
Upplýsingar um næstu fyrirlestra verða birtar á heimasíðu Fræðslumiðstöðvarinnar þegar þar að kemur.
Allir velkomnir – frítt inn.

DEILA