Hamingjudagar 2020

Tómstunda- og íþróttafulltrúinn í Strandabyggð hefur látið þau boð út ganga að Hamingjudagar næsta árs verði dagana 26-28 júní. Auk þessa að óska eftir hugmyndum eða viðburðum varðandi Hamingjudagana er minnt á að taka frá síðustu helgina í júní til að mæta á svæðið.
Gerð hefur verið könnun á því hvað fólki fannst um síðust Hamingjudaga og þar kemur fram að að 28% töldu dagana alveg snilld, 30% voru sáttir, 20% sögðu að sæmilega hefði til tekist og 22% sögðu dagana ekki nógu góða.

DEILA