Gamanmyndahátíð Flateyrar

Þann 19 til 22 September verður í fjórða sinn haldin gamanmyndahátíð á Flateyri. Á dagskrá á hátíðinni í ár er kvöldskemmtun með Tvíhöfða, sveitaball með hljómsveitinni Á móti sól, heiðurssýning á Stellu í Orlofi að viðstaddri aðalleikkonunni Eddu Björgvinsdóttur og Chaplin tónleikasýning Tónlistarskóla Ísafjarðar.
Ásamt því verða 30 gamanmyndir sýndar á hátíðinni og verður veitingastaðurinn Jómfrúin með Pop-up veitingastað.
Á Gamanmyndahátíðinni í ár verður keppt í gamanmyndagerð, þar sem liðin fá 48 klst. til að fullgera gamanmynd frá hugmynd að frumsýningu. Það hafa verið haldnar 48 stunda kvikmyndakeppnir víða um heim, en nú verður hún haldin í fyrsta sinn á Íslandi, á Iceland Comedy Film Festival, þar sem húmor og gleði mun ráða ríkjum.
Myndirnar verða að því loknu sýndar á Gamanmyndahátíðinni þar sem fyndnasta 48 stunda gamanmyndin verður verðlaunuð.

DEILA