Vetrarþjónusta – Reykhólasveit

Reykhólar. Mynd: Árni Geirsson.

Vegagerðin auglýsti nýlega eftir tilboðum í vetrarþjónustu í Reykhólasveit fyrir árin 2019-2022. Heildarlengd þeirra vegkafla sem útboðið nær til er 90 km og er gert ráð fyrir að akstur mokstursbíla verði samtals 14.500 km. Fimm tilboð bárust og var það lægsta frá Gussa ehf í Stykkishólmi rétt rúmar 17 milljónir eða um 77% af áætluðum kostnaði.

DEILA