Vestri vann Víði 2:1

Vestri vann Víði 2:1 með marki sem Pétur Bjarnason skoraði í uppbótatíma seinni hálfleiks. Isaac Freitas Da Silva kom Vestra yfir eftir rúman hálftíma og þannig var staðan í hálfleik. Mehdi Hadraoui jafnaði leikinn fyrir Víði þegar um stundarfjórðungur lifði leiks. Allt stefndi í jafntefli en á 94. mínútu tryggði Pétur Bjarnason liði Vestra sigurinn og dýrmæt þrjú stig í toppbaráttunni. Glæsilegur sigur og Vestri kominn á toppinn í deildinni þar sem Leiknir Fáskrúðsfirði tapaði 2:0 fyrir Selfyssingum.

DEILA