Vestri vann ÍR

Vestri gerði góða ferð í Breiðholtið og vann ÍR 3:0. Þórður Gunnar Hafþórsson skoraði tvö mörk og Freitas Da Silva eitt. Vestri er þannig enn í öðru sæti stigi á eftir Leikni frá Fáskrúðsfirði og með fjórum stigum meira en Selfoss og Víðir sem eru jöfn í þriðja og fjórða sæti. Næsti leikur Vestra er við Víði á Torfnesi næsta sunnudag.

DEILA