Veiga Grétarsdóttir við það að klára hringinn

Veiga Grétarsdóttir

Kajakræðarinn Veiga Grétarsdóttir er nú að nálgast lokaáfangann í hringferð í kringum landið á kajak. Hún lagði upp frá Ísafirði um miðjan maí og reri rangsælis kringum landið og lauk í gær erfiðum áfanga með því að róa yfir Húnaflóa frá Kálfshamarsvík að Munaðarnesi í Árneshreppi alls rúmlega 50 km. Ferðin hefur fram að þessu tekið um þrjá mánuði en veður hefur tafið um meira en einn mánuð meðal annars vegna hvassrar norðanáttar fyrir Norðurlandi. Af um 2200 km eru nú aðeins eftir um 150 km.

DEILA