Körfubolti – Evrópumót U16

Körfubolti landslið U 16 lið 2019

Íslenska unglingalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 16 ára og yngri tekur þessa dagana þátt í Evrópumóti í Svartfjallalandi. Íslands leikur í riðli með Danmörku, Sviss, Svartfjallaland, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi. Fyrsti leikurinn fór fram í gær og unnu Íslendingar þá Sviss með 76 stigum gegn 65. Vestri á einn leikmann í liðinu sem er hinn efnilegi Friðrik Heiðar Vignisson.

DEILA