Kómedíuleikhúsið frumsýnir : Með fjöllin á herðum sér

Fyrsta frumsýning Kómedíuleikhússins á leikárinu verðu á Siglufirði núna í september. Í tilefni af aldarafmæli Stefáns Harðar Grímssonar, eins áhrifamesta ljóðskálds sinnar tíðar, hafa Ljóðasetur Íslands og Kómedíuleikhúsið hafa sett saman sérstakan ljóðaleik í tilefni tímamótanna. Ljóðaleikurinn inniheldur úrval ljóða úr smiðju Stefáns Harðar, sem flutt verða bæði í tali og tónum. Elfar Logi Hannesson, leikari flytur ljóðin og Þórarinn Hannesson tónlistarmaður leikur og syngur eigin lög við ljóð skáldsins. Eftir frumsýningu er áformað að sýna leikverkið í Hannesarholti í Reykjavík 3. október og síðan víðar um land.

DEILA