Knattspyrna: Vestri og Fjarðabyggð leika í dag

Vestri tekur á móti Fjarðabyggð í dag, laugardag 17. ágúst, í keppni 2. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu karla. Leikurinn hefst klukkan 14.00 á knattspyrnuvellinum á Torfnesi, sem nú ber nafnið Olísvöllurinn. Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir bæði lið. Vestri er nú í 2. sæti deildarinnar með 27 stig, en Fjarðabyggð, lið Norðfirðinga, Eskfirðinga og fleiri fjörðunga fyrir austan, er í 7. sæti með 22 stig. Sjö leikir eru eftir í deildinni og tvö efstu liðin færast upp um deild.
Fjölmennum á Olísvöllinn og styðjum strákana til sigurs.
Staðan í 2. deild karla er þessi eftir 15 umferðir:
1. Leiknir Fáskrúðsf 31
2. Vestri 27
3. Víðir 25
4. ÍR 24
5. Dalvík/Reynir 24
6. Selfoss 23
7. Fjarðabyggð 22
8. Þróttur V. 22
9. Völsungur 21
10. KFG 15
11. Kári 14
12. Tindastóll 6

DEILA