Íslandsmót í Boccia á Ísafirði

Ívar íþróttafélag fatlaðra heldur Íslandsmótið í Boccia á Ísafirði dagana 4.-7. október 2019. Von er á fjölda fólks þessa helgi, rúmlega 280 keppendum, þjálfurum, fararstjórum, aðstoðarfólki og aðstandendum.
Íþróttafélagið Ívar var stofnað árið 1988 og hét þá Íþróttafélag fatlaðra á Ísafirði. Nafni félagsins var breytt í Ívar árið 1991. Frá stofnun félagsins hafa iðkendur aðallega stundað æfingar í boccia og sundi, en auk þess hafa verið æfingar í borðtennis, haldin reiðnámskeið og nýjasta viðbótin er æfingar í badminton. Félagið er fámennt en þrátt fyrir það höfum við átt íþróttamenn í fremstu röð á landsvísu. Að halda Íslandmót í boccia er stór áskorun fyrir lítið félag en með góðri aðstoð er allt hægt. Félagið óskar eftir sjálfboðaliðum til að aðstoða við mótshaldið. Hægt er að skrá sig facebook síðu Íþróttafélagsins Ívars.

DEILA