Hesteyri

Læknishúsið á Hesteyri.

Hesteyri
Veðrið á Hesteyri hefur verið með eindæmum gott segir Hrólfur Vagnsson sem sér um rekstur Læknishússins sem er gisti- og kaffihús í gamla læknishúsinu á Hesteyri. Búist er aukningu í komu ferðamanna til Hesteyrar. Ferðatíminn er að lengjast byrjað var fyrr í vor og áætlað er að hafa opið til 14 september.
Bíóferðirnar sem reynst hafa mjög vinsælar undanfarin ár hefjast 16 ágúst og verður haldið áfram meðan næg aðsókn verður. Sagan Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttur gerist að mestu á Hesteyri og þar var einnig tekin upp kvikmynd byggð á sögunni undir leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar og það er sú mynd sem sýnd er á bíókvöldunum.

DEILA