Grunnskólarnir fara af stað

Grunnskólarnir á Vestfjörðum hófu flestir starfsemi sína í síðustu viku. Í Grunnskólanum á Ísafirði er allt með svipuðu sniði og verið hefur. Nemendum fjölgar um 4 og eru nú 378. Flestir eru nemendurnir í 2., 3. og 4. bekk. En fámennasti árgangurinn er eru í 1. bekk en þar eru 23 nemendur.

Skólinn á Reykhólum hefur fengið nýjan skólastjóra sem er Anna Björg Ingadóttir, en hún kenndi við skólann árin 2014-2016 svo hún er öllu vel kunnug þar. Nemendur í Reykhólaskóla eru 60 en þar af eru 44 á grunnskólastigi, en í skólanum er leikskóladeild þar sem eru 16 börn. Aðstoðarleikskólastjóri er Birgitta Jónasdóttir. Einnig er á Reykhólum tónlistarskóli sem Ingimar Ingimarsson oddviti hreppsins stýrir. Skólaakstur er inn í Gilsfjörð og vestur í Gufudal en þangað tekur ferðin um eina klukkustund hvora leið.

DEILA