Einleikjabúðir Act alone

Þingeyri.

Einleikjabúðir Act alone verða á Þingeyri 1-3 nóvember í samstarfi við Blábankann. Kennarar verða Elfar Logi Hannesson, einleikari og stofnandi Act alone, og Rúnar Guðbrandsson, leikstjóri.
Hver þátttakandi kemur með 5 mín. einræðu sem unnið verður með í búðunum. Farið verður í helstu grunnþætti leikarans í einleik og ýmsar æfingar sem og fjölbreyttar spunaæfingar. Einstakir fyrirlestrar verða um sögu einleiksins bæði hér heima og erlendis. Farið verður yfir hvar megi finna efni til einleiksgerðar og rætt um hinar mörgu tegundir einleiksins.
Í lok búðanna verða einræðu verkefni smiðjunnar sýnd fyrir íbúa Þingeyrar. Þar munu áhorfendur jafnframt kjósa sína uppáhalds einræðu. Einræðan sem flest atkvæði hlýtur verður sýnd á Act alone 2020.
Smiðjan er opin bæði áhuga- sem og atvinnufólki. Allar upplýsingar um skráningu og gistimöguleika eru í Blábankanum á Þingeyri.

DEILA