Arnarfjörður á miðöldum

Starfsmenn fornleifadeildar NAVE í Arnarfirði

Starfsmenn Fornleifadeildar Náttúrustofu Vestfjarða hafa undanfarið unnið að uppgreftri á víkingaskála í landi Auðkúlu í Arnarfirði, í tengslum við rannsóknina Arnarfjörður á miðöldum sem fornleifadeild Náttúrustofu Vestfjarða hefur staðið að síðan árið 2011.
Verkefnið Arnarfjörður á Miðöldum er í ár unnið með styrk frá prófessorsembætti Jóns Sigurðssonar við Háskóla Íslands og safni Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri. Rannsóknin hefur undanfarin ár einnig fengið styrk frá fornminjasjóð en það varð þó ekki þetta árið.
Á Auðkúlu hefur verið grafin skáli, járnvinnslusvæði, öskuhaugur bænhús og kirkjugarður og var járnvinnsla stunduð þar frá 900 en skálinn er mögulega frá byrjun 11. aldar. Skálinn er stór og gripir benda til mikillar efnis menningar. Rannsóknir fara einnig fram á Hrafnseyri í ár og á Litla Tjaldanesi en mjög spennandi niðurstöður borkjarnarannsókna er að vænta frá þeim jörðum sem greint verður frá síðar.

DEILA