Vegir ófærir eða lokaðir og töluverð snjóflóðahætta um n-Vestfirði

Snjóflóð féll á Hvilftarströnd í gær en töluverð snjóflóðahætta er á norðanverðum Vestfjörðum. Snjóflóðaspáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Súðavíkurhlíð var opnuð nú rétt fyrir hádegið og skoða á stöðuna á Hvilftarströnd nú eftir hádegið.

Þá eru vegir víða lokaðir vegna ófærðar svo sem í Ísafjarðardjúpi, Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði en unnið er að mokstri í Djúpinu. Snjór er á Kleifaheiði, Þröskuldum og Steingrímsfjarðarheiði og vegfarendur eru beðnir um að athuga vel færð og veður ef eitthvað á að fara.

Sæbjörg

sfg@bb.is

DEILA