Flott dagskrá á Þingeyri í tilefni fullveldisafmælis

Leikskólabörn af Laufási sungu jólalög. Mynd: Þingeyrarvefurinn.

Gleðin skein af hverju andliti á Þingeyri í dag þegar fullveldisafmælið var haldið hátíðlegt og kveikt var á jólatré þorpsins. Dagskráin hófst í félagsheimilinu með tónleikum Sunnukórsins. Honum stjórnaði Jóngunnar Biering af sinni kunnu snilld. Eftir ljúfan söng bauð kvenfélagið upp á kaffiveitingar sem gestir gæddu sér á af bestu list.

Ungviðið hefur líklega beðið í ofvæni eftir að kveikt yrði á jólatrénu og rauðklæddir menn kæmu í heimsókn. Þau voru ekki svikin af því og leikskólabörn frá leikskólanum Laufási, sem nýlega hélt upp á 30 ára afmæli sitt, sungu falleg jólalög við undirleik Gumma Hjalta. Þegar kólna fór var boðið upp á kakó og kleinur og sveinkarnir af fjöllum léku við hvern sinn fingur.

Myndirnar eru fengnar af Þingeyrarvefnum:

Sæbjörg

sfg@bb.is

 

DEILA