Vestfirðir hafa misst mikið

Sigurður Atlason. Mynd: Ágúst Atlason.

Vestfirðir og þá ekki síst Strandabyggð misstu mikið á þriðjudaginn var þegar Sigurður Atlason varð bráðkvaddur. Sigurður rak Galdrasetrið og Galdrakaffi á Hólmavík og var mikils metinn af samferðafólki sínu, enda með afbrigðum skemmtilegur og góður viðkynningar. Útför Sigurðar verður gerð frá Hólmavíkurkirkju föstudaginn 30. nóvember klukkan 14. Við vottum fjölskyldu Sigurðar okkar innilegustu samúðarkveðjur sem og Vestfirðingum öllum. Þarna er mikill snillingur genginn.

DEILA