Strætóferðir til og frá Þingeyri og Flateyri felldar niður í dag

Vegna veðurs og að höfðu samráði við veðurfræðinga hafa seinni ferðir strætó til og frá Flateyri/Þingeyri verið felldar niður í dag, miðvikudag. Farið var frá Ísafirði klukkan 13.00, en aðrar ferðir á þessari leið verða felldar niður. Þá eru notendur beðnir um að fylgjast með varðandi ferðir til og frá Suðureyri og ferðir frístundarútu til og frá Bolungarvík, en upplýsingar um frekari raskanir verða settar inn á upplýsingatalhólfið 878-1012.

DEILA