Sorphirða frestast í þorpunum

Nú er úti veður vont, verður allt að klessu, mætti segja í blindgjólunni sem rennir sér núna yfir firðina. Loksins mætti skíðasnjórinn á svæðið en hann fer svo hratt yfir að erfitt er fyrir menn og farartæki að fylgja ekki með. Vegna þessa og slæmrar færðar frestar sorphirða á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri en farið verður þegar færð leyfir.

Sæbjörg

sfg@bb.is

DEILA