Öflugir leikmenn Vestra framlengja samninga sína

Zoran Plazonić. Mynd: Vestri.is.

Knattspyrnudeild Vestra hefur sagt frá því að hinn öflugi miðjumaður, Zoran Plazonić, hafi skrifað undir framlengingu á samning sínum og er því samningsbundinn Vestra til 2020. Deildin segir þetta sýna berlega að Zoran hafi trú á liðinu og ætli með því alla leið í Inkasso.

Zoran gekk til liðs við Vestra fyrir síðasta tímabil. Deildin metur það svo að Zoran sé með öflugri leikmönnum deildarinnar á miðjunni og því mikið happaskref að halda honum áfram.

Þá skrifaði Milos Ivankovic einnig undir samning við Vestra og til tveggja ára svo það verður gaman að fylgjast með knattspyrnunni á næsta tímabili.

Milos Ivankovic. Mynd: Vestri.is

Sæbjörg

sfg@bb.is

DEILA