Nýtnivika 17.-25. nóvember

Í þessari viku, 17. – 25. nóvember er svokölluð „nýtnivika“ í Evrópu, en markmið hennar er að draga úr myndun úrgangs og hvetja fólk til að nýta hluti betur og kaupa minna af nýjum vörum. Neysla og sóun eru eitt af stóru verkefnunum sem heimsbyggðin þarf að glíma við til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum.

Umhverfisstofnun dregur vagninn og er þemað í ár „Spilliefni – tími fyrir afeitrun“. Vikan hefur eigin Facebook-síðu þar sem deilt verður efni sem viðkemur átakinu.

Sæbjörg

sfg@bb.is

DEILA