Nýr flugvallarvörður á Gjögri

Guðlaugur Agnar Ágústsson, nýr flugvallarvörður. Mynd: Jón G. Guðjónsson.

Guðlaugur Agnar Ágústsson tók við starfi flugvallarvarðar á Gjögurflugvelli nú 1 nóvember, en frá þessu segir Jón Guðjónsson á Litla Hjalla. Guðlaugur er búin að sitja námskeið fyrir flugvallarverði hjá Isavia og í fjarkennslu. Guðlaugur hefur undanfarin 2 ár séð um snjómokstur á flugvellinum og mun halda því starfi áfram. Guðlaugur var ráðinn sem verktaki í þetta starf hjá Isavia. „Nú er þetta orðið þannig á þessum minni flugvöllum, áður vara þetta auglýst staða,segir Arnór Magnússon umdæmisstjóri flugvalla hjá Isavia fyrir Vestfirði.“

Einnig er Hulda Björk Þórisdóttir að taka námskeið hjá Isavia fyrir radíóið, það er samskipti við flugvélar við lendingar flugtök og önnur samskipti við flugvélar. Hulda verður undirverktaki hjá Guðlaugi og mætir til starfa eftir þörfum.

Fyrrverandi flugvallarvörður Sveindís Guðfinnsdóttir sagði upp starfinu í sumar og hætti í lok október. Þau hjónin, Sveindís og Hávarður Benediktsson hættu einnig búskap á Kjörvogi og fluttust til Hólmavíkur. Sveindís og Hávarður ólust upp í Árneshreppi og hafa búið þar það sem af er ævi.

Sæbjörg

sfg@bb.is

DEILA