Luku sex vikna matreiðslunámskeiði í vikunni

Hópurinn eldaði glæsilega lokamáltíð með Elínu Ólafsdóttur. Mynd: Fræðslumiðstöð Vestfjarða.

Núna í vikunni lauk sex vikna matreiðslunámskeiði fyrir fólk með fötlun sem haldið var á Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Þetta er eitt af fjölmörgum námskeiðum sem Fræðslumiðstöðin heldur í samstarfi við Fjölmennt. Fjölmennt er þekkingar- og símenntunarmiðstöð og heldur á landsvísu utan um nám fyrir fatlaða.

„Matreiðslunámskeiðin okkar með Elínu Ólafsdóttur hafa verið í boði mörg undanfarin ár á haustin. Þau eru alltaf mjög vinsæl og skemmtileg. Þátttakendur elda og borða svo saman matinn og taka þannig saman þátt í matargerð, borðhaldi og frágangi eftir máltíð. Í lokin fá svo allir lítið matreiðsluhver með uppskriftum af matnum sem var gerður á námskeiðinu,“ segir Sólveig Bessa Magnúsdóttir, verkefnastjóri hjá Fræðslumiðstöðinni.
Lokamáltíðin að þessu sinni samanstóð af grilluðum svínalundum sem voru fylltar með fetaosti, döðlum og beikoni og peru súkkulaði desert í eftirrétt. Það hefur ekki verið slæmt að vera þarna í mat.


Sæbjörg
sfg@bb.is

DEILA