Hvilftarströnd er lokuð

Hvilftarströnd, leiðinni til Flateyrar í Önundarfirði hefur verið lokað vegna snjóflóðahættu. Vegfarendur eru beðnir um að huga vel að færð og veðri. Best er heima setið.

Samkvæmt veðurspánni var í dag og kvöld norðaustan 10-15 m/s inni á fjörðum en víða 18-23 til fjalla. Snjókoma eða él og frost 0 til 6 stig. Lægir smám saman á morgun og dregur úr ofankomu, norðaustan 8-13 og úrkomulítið annað kvöld.

Sæbjörg

sfg@bb.is

 

DEILA