Harmonikuball í Edinborg á sunnudag

Villi Valli, ásamt Baldri Geirmunds og Magnúsi Reyni leika undir dansi á sunnudag.

Nú er aldeilis kominn tíminn fyrir eldri borgara til að dilla sér. Því á sunnudaginn verður harmonikuball í Edinborg, þar sem engir aðrir en Baldur Geirmunds, Magnús Reynir og Villi Valli munu leika fyrir dansi. Dansinn eflir líf og sál eins og allir vita og þá ekki síður tónlistin enda er einnig tilvalið að koma til að spjalla, sýna sig og sjá aðra ef það er ekki dansinn sem heillar. Rauði krossinn hefur um árabil staðið fyrir þessum böllum í Edinborgarhúsinu og þar hefur alltaf verið mikið fjör. Ballið stendur á milli klukkan 14 og 16 og í hléinu er boðið upp á kaffiveitingar. Svo er auðvitað frítt inn.

Sæbjörg
sfg@bb.is

DEILA