Fóru á sitt fyrsta handboltamót um síðustu helgi

Handboltastrákarnir sem fóru á sitt fyrsta mót og færðu sig upp um deild.

6. flokkur handboltafélagsins Harðar tók þátt á Íslandsmótinu í handbolta um síðastliðna helgi. Mótið fer fram með því sniði að keppt er á 5 hraðmótum yfir helgi. Drengirnir í hópnum eru í 4. og 5. bekk og voru að fara á sitt fyrsta mót í vetur en mótið var í umsjón Vals í Origo-höllinni við Hlíðarenda.

Fyrir leik var farið í göngutúr og skoðunarferð um hverfið en Perlan vakti sérstaka athygli og var farið og notið útsýnisins þar.

Drengirnir gerðu sér lítið fyrir og unnu óvæntan sigur á öllum fjórum andstæðingum sínum á mótinu. Fylki unnu þeir í fyrsta leiknum 10-6. Í næsta leik var spilað við FH3 en Hörður vann þann leik 9-6, því næst var spilað við Stjörnuna en sá leikur vannst 9-3 og síðasti leikurinn var við Selfoss en hann vannst örugglega 13-5.

Strákarnir því deildarmeistarar og fara upp um deild.

Næsta mót hjá þeim er 1-3. febrúar í Árbænum í umsjón Fylkis.

Minnt er á að allir eru velkomnir á æfingar, bæði drengir og stúlkur en æfingatíma má sjá hér. Facebook síðu Harðar:

Engin æfingagjöld eru í handboltastarfinu og frekari upplýsingar má fá hjá þjálfaranum, Óskari Jóni Guðmundssyni í síma 8675119

Sæbjörg

sfg@bb.is

DEILA