Eiríkur Örn talaði um menningu og slagsmál við Bolvíkinga

Landsbyggðalatté eru þættir á N4 þar sem rætt er við áhugafólk um samfélags- og byggðamál frá margvíslegum og stundum óvæntum sjónarhornum. Í sjöunda og jafnframt nýjasta þætti Landsbyggðarlatté á N4 hittir Þóroddur Bjarnason þau Aðalheiði Sigríði Eysteinsdóttur, Mörtu Nordal og Eirík Örn Norðdahl. Þar ræddu þau um menningarpólitík landsbyggðanna. Þátturinn er afar skemmtilegur og Eiríkur Örn kemur meðal annars inn á það hvernig frumkvæði einstaklinga í smærri sveitarfélögum minnkar mögulega þegar sömu einstaklingar eldast og fara að stýra stærri menningareiningum. Þörfin fyrir frumkvæði einstaklingsins er hugsanlega ekki lengur til staðar en um leið tapast eitthvað. Þessu má velta fyrir sér og þáttinn má sjá hérna.

Sæbjörg
sfg@bb.is

DEILA