Ályktun frá Landssambandi kúabænda

Á haustfundi Landssambands kúabænda sem haldinn var í Þingborg í Flóa fimmtudagskvöldið 11. október 2018 var eftirfarandi ályktun samþykkt:

Haustfundur Landssambands kúabænda, haldinn að Þingborg í Flóa þann 11. október 2018, krefst þess að stofnað verði sérstakt Landbúnaðar- og matvælaráðuneyti sem heldur utan um málefni landbúnaðar, matvælaframleiðslu og innflutning matvæla.

Fjöldamargar áskoranir eru framundan á sviði landbúnaðar sem verða að vera í fókus innan stjórnsýslunnar, svo sem endurskoðun búvörusamninga, samkeppnishæfni og vöru- og byggðaþróun. Með vanhugsuðum skipulagsbreytingum hefur starfsemi ríkisins á sviði landbúnaðar verið lögð í rúst.

Fundurinn skorar á ríkisstjórn Íslands að bregðast við og sinna þessum mikilvæga málaflokki.

Haustfundir Landssambands kúabænda eru opnir fundir á vegum samtakanna. Þá sækja bændur og aðrir áhugasamir um málefni greinarinnar. Var ályktun þessi samþykkt einróma af fundargestum. Hefur ályktunin verið send á atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Sæbjörg

sfg@bb.is

DEILA