„Við þurfum á frumkvöðlum að halda,“ segir bæjarstjórinn í Bolungarvík

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík.

„Já, já, frumkvöðlar hafa reglulega samband við bæjaryfirvöld og í sveitarfélaginu er nokkuð öflugt nýsköpunar- og frumkvöðlastarf. Tækifærin á þessu sviði eru mörg, enda nær frumkvæðlastarfsemi til margra þátta, svo sem hönnunar og skapandi hugsunar. Við þurfum á slíku fólki að halda, sem oft á tíðum sér hlutina með öðrum augum og getur þannig stuðlað að aukinni verðmætasköpun. Ekki bara hérna í Bolungarvík, heldur á landinu öllu,“ segir Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri í Bolungarvík í þættinum Landsbyggðum á N4 sem frumsýndur var í gærkvöld.

Úr fimm í tuttugu

„Arna er gott dæmi um frumkvöðlastarfsemi, fyrirtækið er brautryðjandi á sínu sviði hér á landi. Í dag eru starfsmenn um tuttugu en þegar ég var ráðinn bæjarstjóri voru þeir fimm. Þessi vöxtur er mikið afrek og starfsemin er mikilvæg fyrir atvinnulífið í Bolungarvík. Þarna eru á ferðinni frumkvöðlar með þrautseigju, elju og skapandi hugsun.“

Viðatalið við Jón Pál er hér.

Sæbjörg

bb@bb.is

 

DEILA