Veðrið er vont, bindið þið bátana!

Nú dynur haustið á okkur af fullum krafti og flest sem fokið getur gerir tilraun til þess. Veðrið á ekki að lagast næstu daga og því eru skipa og bátaeigendur beðnir um að huga að eigum sínum og sjá til þess að fleyin séu kyrfilega fest sem og allir lausamunir.

Þá er einnig rétt að tékka á trampólíum og öðrum lauslegu utan dyra og passa að ekkert geti fokið og valdð tjóni.

Sæbjörg

bb@bb.is

DEILA