Vaxtartækifæri landins er fyrir vestan

Hér er hægt að sjá viðtalið við Pétur Markan sveitarstjóra í Súðavík.

„Ef bandaríski fjárfestirinn Warren Buffet væri að fjárfesta á Íslandi, yrðu Vestfirðir fyrir valinu, vegna þess að hérna fyrir vestan liggur hinn mögulegi uppgangur. Þess vegna er skynsamlegt að fjárfesta í Vestfjörðum, ég er algjörlega sannfærður um það,“ segir Pétur G. Markan sveitarstjóri í Súðavík í þættinum Landsbyggðum á N4, sem frumsýndur verður á fimmtudagskvöld.

„Það er hlutverk okkar sveitarstjórnarfólk að bretta upp ermarnar og sjá til þess að úr rætist. Það er skynsamlegt að fjárfesta í Vestfjörðum út frá svæðinu og það er sömuleiðis skynsamlegt fyrir landið allt.“

Pétur hefur sterkar skoðanir á byggðamálum og er talsmaður þess að verkefni verði færð frá ríki til sveitarfélaga. „Það væri líka afskaplega gott að ríkið fari að efna gerða samninga og standi við það sem því er ætlað að gera,“ segir Pétur.

Viðtalið við Pétur G. Markan verður sýnt á í kvöld klukkan 20:30.
Þátturinn verður svo aðgengilegur hérna á bb.is á föstudaginn.

Sæbjörg
bb@bb.is

DEILA