Vatnaeldi og fiskeldi, leiðrétting og afsökunarbeiðni

Sjókvíar í Patreksfirði. Mynd: Aron Ingi Guðmundsson.

Fyrir nokkru urðu þau leiðu mistök á bb.is að umfjöllun blaðamanns um Blue Line project í Vesturbyggð, undir verkefnastjórn Ann Cecilie Ursin Hilling, var birt án hennar leyfis og vitundar. Forsaga málsins er sú að blaðamaður óskaði eftir bakgrunnsupplýsingum um verkefnið frá Ann Cecile en notaði þann efnivið í gróflega þýdda frétt án hennar samþykkis.

Ritstjóra BB var ekki kunnugt um þetta fyrr en síðar þegar blaðamaður hafði hætt störfum hjá bb.is og Ann hafði sjálf samband. Sem ábyrgðarmaður bb.is vil ég biðja Ann innilegrar afsökunnar á þessum leiðu mistökum og vona að þær hafi ekki skaðað verk hennar eða vinnu.

Eftir helgi mun nýtt viðtal við Ann birtast á síðum bb.is þar sem hún segir frá því spennandi verkefni sem Blue Line Project er, en það felur í sér kennslu um fiskeldi og er samstarfsverkefni fjölda margra skóla, stofnanna og sveitarfélaga.

Sæbjörg Freyja

Ritstjóri bb.is

DEILA