Stanslaust stuð á Ströndum

Hver skyldi þetta vera? Skyldi hún vera Strandamaður?

Flestir á Vestfjörðum þekkja hann Jón. Allavega þekkja flestir einhvern Jón en fjölmargir þekkja samt hann Jón Jónsson. Jón sonur Jóns er Strandamaður. Hann er líka verkefnastjóri Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Ströndum, pabbi hennar Dagrúnar sem skrifar stundum fínar fréttir á BB og svo er Jón aðstoðarmaður Estherar konu sinnar á Sauðfjársetri á Ströndum. Einu sinni var hann líka menningarfulltrúi Vestfjarða og svo hefur Jón búið til fullt af sniðugum hlutum þannig að margir kannast við kauða.

Nýjasta uppátæki Jóns er ansi sniðug spurningakönnun um Strandir. Þar er litlu logið en mögulega örlítið skreytt en mest megnis er verið að kanna þekkingu fólks á þessu svæði. Spurningakönnunin er afskaplega skemmtileg og við mælum eindregið með að fólk athugi hvað það viti um Strandir með því að svara henni, sem tekur varla augnablik. Könnunina má finna hér og Jón má líklega finna á Ströndum.

Sæbjörg
bb@bb.is

DEILA