„Já okkur mun fjölga“ segir Guðmundur bæjarstjóri

Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar verður gestur Landsbyggða á fimmtudaginn.

„Já, ég á von á að íbúum sveitarfélagsins fjölgi og sé því ekkert til fyrirstöðu,“ sagði Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í þættinum Landsbyggðum á N4 í gærkvöldi „Við eigum að halda í vestfirsku bjartsýnina. Þetta er allt saman upp á við og ef við lítum ekki svo á að tækifærin séu til staðar, þá þurfum við að líta betur í spegilinn.“

Í viðtalinu er meðal annars rætt um atvinnumál bæjarins, fjármál og pólitíkina í Ísafjarðarbæ. Fyrsta embættisverk Guðmundar var einmitt að mæta í viðtalið á N4, sem tekið var upp á Þingeyri.

Hægt er að horfa á viðtalið hérna

Sæbjörg

bb@bb.is

DEILA