Hver ætlar með Vestra upp á Skaga?

Karlalið Vestra í knattspyrnu hélt sigurgöngu sinni áfram á laugardaginn síðasta með því að sigra Þrótt á heimavelli á Ísafirði. Leikurinn fór 2-0 fyrir Vestra en það var Þórður Gunnar Hafþórsson sem skoraði fyrsta mark leiksins og fyrsta mark Vestra á 53. mínútu. Pétur Bjarnason bætti svo öðru marki við á 86. mínútu og þá var sagan öll, Þróttur átti aldrei séns og Vestri var búinn að tryggja sér sigur.

Vestri á einn leik eftir á mótinu en hann fer fram á Akranesi næsta laugardag. Ef sólirnar raða sér rétt og skína á liðið gætu þeir með hagstæðum úrslitum annarsstaðar komist upp í Inkasso deildina. Stuðningsmenn liðsins eru að safna liði til að fjölmenna á Skagann til að styðja sitt lið og áhugasamir um að koma með geta haft samband hér.

Sæbjörg
bb@bb.is

DEILA