Fyrirhuguð rækjurannsókn í Ísafjarðardjúpi

Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson RE30. Mynd: Hafrannsóknarstofnun.

Hafrannsóknarstofnun mun hefja rækjurannsóknir í Ísafjarðardjúpi 4. október næst komandi. Ingibjörg G. Jónsdóttir sérfræðingur stofnunarinnar verður leiðangursstjóri og verður Bjarni Sæmundsson notaður við rannsóknir. Ásamt því að skoða ástand rækjustofnsins með tilliti til veiða í vetur verður skoðað ástand sjávarbotnsins á svæðum þar sem hugsanleg eldi í kvíum er fyrirhugað. Slíkar botnrannsóknir eru mikilvægar við ákvörðun á hugsanlegu eldi og áhrifum þess á lífríkið.

Gunnar

DEILA