Enn eitt útkallið hjá Gunnari Friðrikssyni

Þeir stoppa ekki mikið við, björgunarsveitarmennirnir í áhöfninni á Gunnari Friðrikssyni á Ísafirði. Björgunarskipið var kallað út um klukkan hálf tvö í dag vegna neyðarboða sem bárust úr Leirufirði. Gunnar lagði úr höfn skömmu síðar en leiðindaveður var á svæðinu rok og rigning og ekki ólíklegt miðað við aðstæður að um neyð væri að ræða.

Þyrlan Gná fór í loftið úr Reykjavík um það leyti sem áhöfn Gunnars fékk boðin og hélt þegar á vettvang,áhöfn þyrlunnar var fljót að staðsetja þann sem sendi neyðarboðin og hann var kominn um borð í þyrluna laust eftir kl 15 blautur og kaldur.

Gunnar kom til hafnar á Ísafirði á fimmta tímanum.

Nú stendur yfir átak hjá Björgunarsveitum landsins þar sem fólki býðst að vera bakverðir Landsbjargar og styrkja björgunarsveitirnar, með öllum þeim frábæru sjálfboðaliðum sem þar starfa, með mánaðarlegum framlögum. Allar nánari upplýsingar má finna hér.

Sæbjörg

bb@bb.is

DEILA