BsVest kynnir ársuppgjör fyrir 2017

Tálknafjörður.

Þann 11. september á fundi Velferðarnefndar Ísafjarðarbæjar var lögð fram fundargerð stjórnar BsVest eða Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks. Í fundargerðinni er sagt frá uppgjöri ársins 2017 þar sem gert er ráð fyrir -1.586.398 króna mismun á framlögum jöfnunarsjóðs og staðgreiðsluuppgjörs BsVest og aðalbókun þjónustusvæðanna og BsVest.

Breyturnar voru útskýrðar þannig að mismunur á framlögum BsVest og aðalbók þjónustusvæðisins með 3% umsýslugjaldi ásamt staðgreiðsluuppgjöri gerir ráð fyrir að velferðarsvið Ísafjarðarbæjar greiði BsVest til baka vegna greiðslu framlaga umfram aðalbók og umsýslugjalds krónur 6.834.994.

Þá fær félagsþjónustan við Djúp reikning fyrir 2.684.794 krónum og félagsþjónusta Vestur-Barðastrandasýslu reikning upp á 413.335 krónur.

Mismunur á framlögum BsVest og aðalbóka félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps gerir aftur á móti ráð fyrir að félagsþjónustan fái greitt til baka 7.517.511 krónur frá BsVest og að lokum mun BsVest halda eftir 2.415.612 krónum vegna mismunar á framlögum til BsVest og aðalbókar.

Á fundinum kom einnig fram að formaður stjórnar, Andrea K. Jónsdóttir bæðist undan formennsku og tók Pétur G. Markan við keflinu fram að næsta fundi í september.

Sæbjörg
bb@bb.is

DEILA