Nefnd um möguleika á byggingu dvalarheimilis á Tálknafirði

Tálknafjörður. Mynd: Mats Wibe Lund.

Rætt var um skipan nefndar til að athuga möguleika á byggingu dvalarheimilis í Tálknarfirði á hreppsnefndarfundi í Tálknarfjarðarhreppi þann 16. ágúst. Á fundinum voru Bjarnveig Guðbrandsdóttir, Ingibjörg Ósk Þórhallsdóttir, Björgvin Smári Haraldsson, Lilja Magnúsdóttir, Ása Jónsdóttir ritari, Berglind Eir Egilsdóttir og Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri.

Einhverjar umræður sköpuðust í kringum skipan nefndarinnar og segir í fundargerð að E-listinn hafi átalið áform Ó-listans harðlega um að ætla að leggja fjármagn í undirbúningsvinnu vegna áforma um byggingu hjúkrunar/dvalarheimilis þegar brýnni verkefni biðu. Betra væri að fela þjónustuhópi aldraðra að vinna þessa vinnu en ekki stofna nýja nefnd. Kemur þó fram að nefndin muni ekki taka nein laun fyrir vinnu sína.

Skipun nefndarinnar var þó samþykkt með 3 atkvæðum meirihlutans, ein var á móti og ein sat hjá. Í nefndinni eru Bjarnvegi Guðbrandsdóttir, Berglind Eir Egilsdóttir, Ingibjörg Jóna Nóadóttir, Níels A. Ársælsson, Helga Birna Berthelsen og Ása Jónsdóttir.

Dagrún
dagrun@bb.is

DEILA